Passamyndir í öll skírteini

Hvort sem þú ert á leið til Rússlands eða Rio de Janeiro þarftu ekki lengur að líta út eins glæpamaður í vegabréfinu þínu!

 
 
 

Þú kemur til okkar, færð góða mynd af þér og við sendum myndina til sýslumanns. Svo færðu 6 útprentaðar passamyndir líka.

Við tökum líka passamyndir fyrir ökuskírteini, nafnskírteini, debetkort, ýmis réttindi, leyfi, skírteini, umsóknir og félagsmiðla.


Skyndimyndir í öll íslensk skírteini → 4.900kr

6 útprentaðar passamyndir og stafræn mynd send í tölvupósti:

 • Passamyndir í öll íslensk skírteini - 35x45mm

 • Passamyndir fyrir börn yngri en 2ja ára

Eldri borgarar og öryrkjar → 4.500
Afsláttur fyrir fjölskyldur og hópa.


Fyrir erlend vegabréf og vegabréfsáritanir → 4.900kr

6 útprentaðar passamyndir og stafræn mynd send í tölvupósti:

 • USA, Indland o.fl. - 50x50mm (2x2")

 • EURO vegabréf - 35x45mm

 • Önnur lönd - Mismunandi stærðir og kröfur

 • Crew Visa - US - 50x50mm (2x2")

Fyrir lönd utan Evrópu og Norður Ameríku gilda sérreglur. Láttu okkur vita hvert þú ert að fara!


Eingöngu stafræn mynd (Biometric) → 4.500

1 stafræn passamynd send í tölvupósti:

 • T.d fyrir vegabréfsáritun til Kína

 • Ýmsar skólaumsóknir.

 • Aðrar pappírslausar umsóknir


Myndir fyrir CV, ferilskrár og ýmsar umsóknir → 6.900kr

Einföld stafræn brjóstmynd á hvítum bakgrunni send í tölvupósti. Hægt að fá svarthvíta útgáfu og einnig ferningslaga útgáfu fyrir félagsmiðla.

CV mynd er heldur skárri en passamynd en svo bjóðum við upp á vandaðri portrettmyndir líka. Sjá hér:

 • 1 mynd send í tölvupósti, hægt af fá svart-hvíta útgáfu með.

 • Hver stafræn aukamynd - 500kr.

 • Stækkanir sjá hér

 • Vandaðar portrettmyndir hér


Starfsmannamyndir→ 6.900kr - Sjá hér: 

(Hópafsláttur fyrir stærri fyrirtæki)


Portrett fyrir ýmis félagasamtök → 8.900kr

Brjóstmynd á dökkum bakgrunni í svart hvitu eða í lit og tvær stækkanir 9x14/13x18 án kartons fylgja með.

Oddfellow, Kiwanis, Frímúrarar, Lions og fleiri samtök. 

 • Tvær stækkanir í 9x14/13x18 án kartons.

 • 1 mynd send í tölvupósti 600px, hægt af fá svart-hvíta útgáfu með.

 • Vandaðri portrettmyndir í hærri upplausn hér

 

Tilbúið á 5 mínútum.