Algengar spurningar

 
passamynd-okuskirteini.jpg

Get ég komið með eigin mynd í vegabréf?

Svar. Þú mátt koma með eigin mynd fyrir endurnýjun á vegabréfum. Sýslumaður tekur mynd til staðfestingar. Ef þú ert ekki með eigin mynd verður myndin frá Sýslumanni notuð en þær eru mun lakari að gæðum en það sem við bjóðum upp á.

 

Get ég notað sömu mynd í vegabréf og ökuskírteini?

Svar. Fyrir vegabréf og erlendar vegabréfsáritanir er passamynd bara andlitsmynd, horfa beint fram og ekki brosa. Lýsingin er beint framaná sem er ekki til þess fallin að láta fólk líta best út. Fyrir íslensk debetkort, ökuskírteini og fleira máttu vera glaðleg/ur og lýsingin má vera betri innan vissra takmarkana. Stutta svarið er "já" en þú getur líka fengið útprentað annað eintak sem er "betra". Láttu okkur vita hvað þig vantar.

 

Hvað er innifalið?

Svar. Þú færð 6 eins útprentaðar myndir og myndina senda í tölvupósti. Þannig geturðu notað hana fyrir rafrænar skráningar, í félagsmiðla og fleira.

 

Geymið þið myndirnar?

Svar. Við geymum myndirnar þannig að þú getur fengið aukaeintök síðar. Ef þú ert ánægð/ur með myndina þá geturðu líka fengið hana stækkaða gegn smá gjaldi.

 

Get ég fengið svart hvítar myndir?

Svar. Auðvitað. Bara spyrja kurteisislega...

 

Hvað kostar?

Svar. Grunnverð er 4.900 kr fyrir myndatökuna, 6 útprentaðar myndir og 1 stafræn send í tölvupósti. Upplausnin er 600x800pixlar. Myndataka fyrir CV kostar 6.900 en þá gefum við okkur aðeins meiri tíma og þú mátt brosa ;-)

 

Fjölskylduafsláttur - magnafsláttur!

Svar. Við veitum afslátt fyrir fjölskyldur, hópa og gerum tilboð fyrir stærri fyrirtæki. Talaðu bara við okkur.

 

Get ég fengið fleiri en 6 myndir útprentaðar?

Svar. Auðvitað. Það fara 6 myndir á örkina þannig að það verða 6, 12, 18 o.sfrv. Aukaútprentun kostar 1.500kr.

 

Nú vantar mig bara mynd á stafrænu formi - e. biometric?

Svar. Ekkert mál. Það kostar 4.500kr.

 

Bjóðið þið upp á aðrar myndatökur?

Svar. Við erum í mjög fjölbreyttum verkefnum fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki . Hér er heimasíðan okkar: www.ljosmyndastofa.is